Hjúkrunarráðgjöf  felur í sér ráðgjöf til stofnana og félaga í heilbrigðis- og annarri velferðarþjónustu um:

 • Heilsufarsmat, skipulagningu meðferðar, leiðsögn, stuðning og fræðslu til skjólstæðings og fjölskyldu
 • Skipulagningu meðferðar, leiðsögn og stuðning við umönnunaraðila
 • Aðstoð við fjölskyldur á tímamótum s.s. mat á aðstæðum og þörf á utanaðkomandi þjónustu, aðstoð við umsóknir um þjónustu og vistunarmat og samskipti við þjónustuaðila
 • Ráðgjöf í stefnumótunarstarfi s.s. um skipulagningu og stjórnun öldrunar-, félags og heilbrigðisþjónustu

Helstu heilsufars og félagslegu viðfangsefni sem eldri borgarar glíma við eru álag vegna breytinga á heilsufari og félagslegri stöðu og aðlögun að breyttum aðstæðum. Mikilvægt er að stuðla að forvörnum til að stemma stigu við kvíða og þunglyndi og styrkja þær stoðir sem gera fólki kleift að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi sem lengst.

Öldrunarbreytingar og sjúkdómseinkenni s.s. minnisskerðing, þvag-og hægðavandi, göngulagstruflanir og byltur, andþyngsli og súrefnisnotkun, stoðkerfisvandamál,  gigt og meðhöndlun verkja kalla á stuðning og ráðgjöf.

Reynslubanki:

Þrjátíu ára starfsreynsla við hjúkrun, sérstaklega eldri borgara og miðaldra fólks sem hlotið hafa skerta getu til sjálfsbjargar vegna sjúkdóma og slysa .

 • Garðabær vegna Ísafold hjúkrunarheimili 2013.
 • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna hjúkrunarþjónustu aldraðra 2013.
 • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna hjúkrunarheimilisþjónustu 2013.
 • Ísafjarðarbær vegna hjúkrunarheimilisins Eyri 2012.
 • Íslenska öldrunarþjónustan ehf. Ráðgjöf um gerð mönnunaráætlunar , hugmyndafræði hjúkrunar, stjórnskipulag og starfsemislýsingar ásamt gerð rekstraráætlunar vegna hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut, febrúar og mars 2010.
 • Ráðgjöf um mönnun hjúkrunar og gerð mönnunaráætlunar miðað við hjúkrunarþyngdarstuðul fyrir St. Jósefsspítala Sólvang febrúar 2010.
 • Öldrunarheimili Akureyrar ráðgjöf um RAI-mat, gæðavísa og mönnun. Nóvember 2009.
 • HSS, Suðurnesjum, Víðihlíð og Grindavíkurbær. Ráðgjöf vegna stefnumótunar í öldrunarþjónustu 2008.
 • Frumafl hf., þátttaka í vinnuhópi að tilboði í Sala-heilsugæalustöðina, samkvæmt útboði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis 2003.
 • Heilbrigðisstofnun Þingeyjinga ráðgjöf vegna stefnumótunar í öldrunarþjónustu, september 2000.
 • Sjálfseignarstofnunin Markarholt. Ráðgjöf um mönnun hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða, 1999.
 • Securitas. Ráðgjöf um heilbrigðisþjónustu; hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða og rekstur hjúkrunarheimilis í tengslum við útboðsverkefnið ,,Hjúkrunaheimili einkaframkvæmd 1999”.
 • Stakes, ráðgjöf um innleiðslu RAI-mælitækisins í Helsinki, Finnlandi maí 1999.
 • Sjúkrahús Seyðisfjarðar, ráðgjöf um stofnun sérstakrar þjónustu fyrir heilabilaða á Austurlandi, nóvember 1997.
 • Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti, öldrunarmál.
 • Reykjavíkurborg, Ráðhús, ráðgjöf um innleiðslu á kerfisbundnum starfsmannasamtölum 1997-1998.