Rannsóknir:
Sérfræðiþekking og reynsla er á sviði hjúkrunarrannsókna. Þátttaka hefur verið í, norrænum og evrópskum rannsóknaverkenfum á sviði öldrunarþjónustu og mannauðs- og rekstrar.málum.
Reynslubanki:
RAI-Home Care. Ellefu landa evrópskt rannsóknarverkefni RAI-ADHOC (2000-2006). Rannsókn á heilsufari og hjúkrunarþörfum eldri borgara sem njóta heimahjúkrunar. Styrkt af rannsóknarsjóðum EES. Rannsakendahópur: Pálmi V. Jónsson, Anna Birna Jensdóttir, Maríanna Haraldsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir, Lúðvík Ólafsson.
Samnorrænt rannsóknarverkefni: Identification of Comorbitity in the Elderly in Acute Care by MDS-AC. Comparison with conventional Patient Records and Relationship to Outcome”.(2000-2006). Styrkir frá Stjórn Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, Minningarsjóði Helgu og Sigurliða og Vísindasjóði Borgarspítalans. Rannsakendahópur: Anna Birna Jensdóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigrún Bjartmarz, Ólafur Samúelsson.
Samanburðarkönnun á starfsemi fimm daga og sjö daga öldrunarlækningadeildar. Tilgangur var að kanna notagildi á fimm daga úrræði fyrir aldraða í samanburði við sjö daga úrræði. Greina hvort munur sé á markhópum sem nýta sér þessi úrræði, með tilliti til heilsufars, hjúkrunarþarfa, vísbendinga um gæði, reynslu þeirra og upplifun á öldrunarhjúkrun. Greina mun á bráðleika og vinnuálagsvísum, sem og þyngdarstuðli deildanna. Skoða rekstrarlega útkomu þessarra mismunandi úrræða í samhengi við ofangreindan tilgang. (1999-2001). Rannsakendur voruhjúkrunarfræðingar deildanna L-3 og L-2: Anna Birna Jensdóttir, Lúðvík Gröndal, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Svanlaug Finnbogadóttir, Elsa Mogensen, Kristjana Sæberg, Þóra Sigurjónsdóttir, Herdís Svavarsdóttir, Þórhildur Karlsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Sesselja Gunnarsdóttir, Guðrún Jónatansdóttir. Ábyrgðamenn: Anna Birna Jensdóttir, Lúðvík Gröndal, Jóna V. Guðmundsdóttir. Rannsóknin var styrkt af B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1999 og Vísindasjóði Borgarspítalans/Styrktarsjóði St. Jósefssystra.
Viðhorfskönnun á öldrunarhjúkrun – til sjúklinga og aðstandenda. Unnið af gæðateymi öldrunarsviðs veturinn 1998-1999. Útgefið 1. apríl 1999. Ábyrgðamaður Anna Birna Jensdóttir. Könnunin var unnin út frá ,,The Observable Quality Indicator Scale 5. útgáfu, og spurningaskema frá Aker sykehus, Noregi sem og út frá reynslu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í gæðateymi öldrunarsviðs. Könnunin var forprófuð meðal sjúklinga og annarra aldraðra, og lagfærð í kjölfarið. Viðhorfskönnun á öldrunarhjúkrun var notuð á 9 deildum sviðsins og á þeim öldrunarstofnunum á Íslandi, sem óskuðu eftir því.
Sjáanlegar vísbendingar um gæði í öldrunarhjúkrun á Íslandi. (Observable Indicators of Nursing Home Care Quality, International Validity and Reliability Studies. Collaborative research project of the Nurses International Network.) Rannsóknarteymi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og hjá University of Missouri-Columbia: Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og J. Sigurveig Guðjónsdóttir og Marilyn Rantz. Rannsóknin hófst 1998 og lauk 2001. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknar- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga 1998.
Gæðaumbætur í íslenskri öldrunarhjúkrun. Nursing Home Quality Intervention. Collaborative research project of Research teams at Reykjavik Hospital and University of Missouri-Columbia. Rannsóknin hófst 1998 og lauk árið 2001. Rannsakendahópur: Anna Birna Jensdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Hlíf Guðmundsdóttir. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Sjúkrahúss Reykjavíkur og St. Jósefsspítala 1998 og Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1998.
RAI- Heilsufar, hjúkrunarþarfir og lífsgæði aldraðra sem nutu heimahjúkrunar 1997. Anna Birna Jensdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Maríanna Haraldsdóttir, Pálmi V. Jónsson, Ómar Harðason, Þórunn Ólafsdóttir. ·
RAI- Heilsufar og hjúkrunarþörf aldraðra er njóta þjónustu dagspítala (1997-1999). Rannsakendahópur: Anna H. Guðmundsdóttir, Anna Birna Jensdóttir, , Ester Þorgrímsdóttir, Eygló Stefánsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigurveig Björgvinsdóttir.
Mikilvægi stjórnunarlegrar þekkingar og getu hjá yfirstjórnendum í öldrunarhjúkrun og í heilsugæslu á Norðurlöndum. (Knowledge and skills for nurse leaders in the primary health care services in the Nordic countries. Cross-cultural research project conducted in five Nordic countries 1997). Findings reported at the Nordic Nurses Federation conference, October 2-3, 1997, Oslo, Norway. Rannsakendahópur: Margarethe Lorensen, Anna Lichtenberg, Sirrka Sinkonen, Anna Birna Jensdottir, Gudrun Hamran, Britt Johansson, Lena Engfeldt. Styrkur frá the Nordic Nurses Federation.
Viðhorfskönnun meðal hjúkrunarforstjóra á íslenskum öldrunarstofnunum til RAI-mælitækisins og áhrif á innleiðslu matstækisins á hjúkrun 1997. Anna Birna Jensdóttir.
Gæðaumbætur i öldrunarhjúkrun, með notkun gæðavísa 1994-1996 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Anna Birna Jensdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Hlif Guðmundsdóttir.
Daglegt líf á hjúkrunarheimili. Mat á heilsufari og hjúkrunarþörfum á elli- og hjúkrunarheimilum með notkun RAI mælitækisins, langtímarannsókn. Rannsakendahópur: Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Ómar Harðason (1994, 1996, 1997, 1998, 1999 -2001).
Algengi þvagleka meðal vistfólks nokkurra öldrunarstofnana í Reykjavík. Framvinda þvagleka og tengsl við færni. 1990-1991. Rannsakendahópur: Sólveig Benjamínsdóttir, Anna Birna Jensdóttir og Ársæll Jónsson.