Rekstrarráðgjöf

Ráðgjöf er veitt við gerð viðskiptaáætlana þar með talið gerð mönnunar- og rekstraráætlana.

 

Reynslubanki:

Íslenska öldrunarþjónustan ehf., athugun á hvort taka ætti þátt í auglýsingu Hafnarfjarðabæjar um forval á aðilum til að taka að sér rekstur og uppbyggingu á hjúkrunarheimili að Völlum Hafnarfirði 2010.

Íslensk öldrunarþjónusta ehf., athugun á hvort taka ætti þátt í auglýsingu Ríkiskaupa fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytis um tilboð í rekstur hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut 2010. Auglýst var fast verð og samkeppni var því um starfsemislýsingu. Gerð var lýsing, mönnunar- og rekstraráætlun og metinn rekstrargrundvöllur miðað við þær kröfur sem settar voru fram og fjárhagsramma sem auglýstur var.

Frumafl hf., þátttaka í vinnuhópi að tilboði í Sala-heilsugæalustöðina, samkvæmt útboði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis 2003.

Sjálfseignarstofnunin Markarholt. Ráðgjöf um mönnun hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða, 1999.

Securitas. Ráðgjöf um heilbrigðisþjónustu; hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða og rekstur hjúkrunarheimilis í tengslum við útboðsverkefnið ,,Hjúkrunaheimili einkaframkvæmd 1999”.

Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti, öldrunarmál.

Sóltún hjúkrunarheimili, starfsemis, mönnunar og rekstraráætlanir.

Öldrunarsvið Landsspítala háskólasjúkrahúss- starfsemis, mönnunar og rekstraráætlanir við samruna öldrunarlækningadeilda Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur.

Öldrunarlækningadeildir Sjúkrahúss Reykjavíkur - starfsemis, mönnunar og rekstraráætlanir við samruna öldrunarlækningadeilda Borgarspítala og St. Jósefsspítala og Hafnarbúða.

Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar - starfsemis, mönnunar og rekstraráætlanir.

Endurhæfinga- og taugadeildir Borgarspítala og hjúkrunardeildin á Heilsuverndarstöð- starfsemis, mönnunar og rekstraráætlanir.

Öldrunardeildir Borgarspítala - starfsemis, mönnunar og rekstraráætlanir í B-álmu,  Hvítabandi.